Fýluferð.
Veður: 6,2°/25,8° Ég veit ekki almennilega hvernig á að lýsa skýjafarinu í dag, gæti ef til vill verið léttskýjað af of til.
Þegar við heimsóttum Grösu í gær talaðist svo til að í dag yrðum vi samferða henni og hennar fjölskyldu að heimsækja vinafólk þeirra sem við erum búin að hitta nokkrum sinnum heima hjá Grösu og þau hjón eru búin að bjóða okkur að koma í heimsókn til sín. Nú var ákveðið að láta verða af þessari heimsókn, ekki síst vegna þess að þessi hjón sem við höfumætlað að heimsækja eignuðust sitt annað barn fyrir hálfum mánuði eftir þrettán ár frá því þau eignuðust fyrra barnið sitt.
Við fórumí gær og keyptum sængurgjöf á barnið að Íslenskum sið.
Við mæltum okkur mót við Grösu og fjölskyldu skammt frá heimili hjónanna sem átti að heimsækja klukkan þrjú í dag, því við vissum ekki nákvæmlega hvar þau bjuggu.
Þegar kom heim að húsinu var hringt dyrabjöllu eins og venja er en enginn svaraði því kalli. Þá var tekinn upp farsími og reynt að hafa samband við gestgjafana símleiðis, en líka án árangurs.
Þegar ekkert af þessu skilaði árangri var ákveðið að rölta á kaffihús í nágrenninu og sjá til hvort fólkið skilaði sér ekki heim á meðan kaffisopinn væri drukkinn. Það var allt við það sama þegar við snerum aftur til hússins, þar var enga hreifingu að sjá.
Svo við snerum heim við svo búið.
Það hefur greinilega orðið einhver misskilningur á milli Grösu og vinkonu hennar um hvenær Grasa ætlaði að koma í heimsókn, en það fáum við sennilega að vita um síðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli