23 apríl 2007

Notalegt veður

Veður:9,2°/33,4° léttskýjað fram eftir degi, en þikknaði upp með kvöldinu.

Eins og sjá má á hitatölunum var notalega hlýtt um miðjan daginn.

helsta verkefni mitt í dag var að halda áfram við að mála veggina í kring um lóðina, enn er talsvert ómálað, en þessu miðar samt áfram þó hægt gangi.

Það er líka í fleiri horn að líta, en bara að mála og síðdegis var grasflötin slegin, það er svo góð spretta á grasinu núna þessa dagana.

Það eru búnir að vera miklirð erfiðleikar með netsambandið hjá okkur að undanförnu og við erum búin að bíða eftir viðgerðarmanni frá símafélaginu til að koma hingað og lagfæra bilunina. Það kom loks viðgerðarmaður á laugardag og var ýmisst hér, eða á símstöðinni í þrjá klukkutíma og eitthvað er sambandið skárra á eftir, en vantar samt mikið upp á að það sé eins og það á að vera. Það verður sennilega að halda áfram að kvarta þar til þetta fæst í lag, hvenær sem það nú verður.

Engin ummæli: