Hurðarlaust
Veður: 8,2°18,4° úrkoma 10 mmþ Skúrir.
Þá er orðið hurðarlaust hér á milli tölvuherbergisins og stofunnar, því Þórunn ætlar að mála hurðirnar. Það eru tvær hurðir í hverju dyraopi, eins og tíðkaðist hér fyrir rúmri öld. Það er mun þægilegra að vinna við hurðirnar liggjandi á búkkum, því það er svo mikil vinna að slípa þær og síðan að mála.
Skrúfurnar sem héldu þeim á sínum stað voru ekki alveg á því að fara að róta sér neitt, kunnu bara vel við sig eftir rúm hundrað ár á sama stað, en þegar þeim var lofað að þær fengju að skríða í bólið sitt á ný eftir að hafa skoðað sig aðeins um, þá létu þær til leiðast að taka sér frí í nokkra daga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli