15 apríl 2007

Nýjar myndir í albúminu mínu.

Veður: 5,5°/29,5° Léttskýjað. Það munaði littlu að hitinn kæmist í 30° í dag, en ekki ósennilegt að á morgunn verði hlýrra en í dag og þá er líklegt að við sjáum hitatölu yfir þrjátíu í fyrsa sinn á þessu ári.

Við notuðum góða veðrið í dag til að fara í góðan sunnudagsbíltúr. Völdum að heimsækja bæ sem liggur í suðaustur frá okkur í rúmlega fimmtíu kílómetra fjarlægð. Þegar við lögðum af stað settum við stefnuna á annan bæ sem var heldur lengra í, en þegar við komum í Mortágua, sem var á þeirri leið sem við vorum búin að ákveða að fara. Þarna leist okkur svo vel á okkur að við ákváðum að fara ekki lengra og skoða bara Mortágua. Þetta er mjög snotur lítill bær, íbúafjöldi um tíu þúsund. Það eina sem ég veit um þennan bæ, er að þar er talsverður iðnaður og meðal annars á íslenska fyrirtækið Límtré verksmiðju þarna. Ég veit ekki hvort það eru einhverjir íslendingar þarna við vinnu núna, en það var allavega á meðan verið var að koma verksmiðjunni í gang. Eiinnig mun vera eitthvað af heilsuhótelum þarna. Það er víða nokkuð fallegt útsýni á þeirri leið sem við völdum enda liggur vegurinn hæst í fjögur hundruð metra hæð.

Ég tók nokkrar myndir þarna og á leiðinni sem ættu að gefa hugmynd um það sem fyrir augu bar í dag. Smellið á myndir til hægri á síðunni til að sjá myndirnar.

Engin ummæli: