Þjóðhátíðardagur.
Það var ekki fyrr en ég fór að horfa á sjónvarpsfréttir í kvöld að dagurin í dag er þjóðhátíðardagur Portúgals. Í dag eru þrjátíu og þrjú ár frá því einræðistjórn sem hér var búin að vera lengi við völd var steipt af stóli með friðsamri byltingu og komið var á lýðræði í landinu.
Við sáum þesi engin merki á okkar ferðalagi í dag að það væri þjóðhátíðardagur, en einhver hátíðarhöld eru samt í stærri borgum landsins, en í smábæjum eins og okkar er ekkert sem ber merki þess að það sé þjóðhátið.
Það þykir frekar ástæða til að veifa þjóðfánanum í sambandi við fótboltaleiki, en á þjóðhátíðardaginn. Það virðist svo sem það sé mjög lítil virðing borin fyrir þjóðfánanum hér í landi. Þar sem hann er hengdur upp er hann venjulega látinn hanga meðan nokkuð er eftir af honum, áður en skipt er um og settur upp nýr fáni. Það er hörmulegt að sjá rifnar og skítugar fánadruslur hvar sem maður fer um landið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli