09 apríl 2007

Ég var orðinn svo pirraður á dagbókinni minni í gær, þvað var oft svo erfitt að fá hana til að taka við textanu frá mér.

Nú ætla ég að gera eina tilraun enn með því að fara aðra leið við að koma textanum á sinn stað, eftir leiðbeiningum sem vinur minn gaf mér, það verður spennandi að sjá hvernig tekst til að þessu sinni.

Ég ætlaði að segja frá því í gær, að á páskadag sendir kirkjan þrjá fullmegtuga á simum vegum til að blessa heimili og heimilisfólk hjá þeim sem þess óska og eru tilbúnir að greiða fyrir þá þjónustu. Þessa athöfn á klerkurinn að framkvæma, en hann verður að senda staðgengil, því hann kemst ekki yfir að fara á öll þau heimili sem óska eftir þessari þjónustu. Þessir sendifulltrúar hans klæðast sérstökum skikkjum. Sá sem fer fyrir hópnum ber kross, sem fólkið kyssir á og sá hinn sami fer með ritningarorð og blessar heimili og heimilisfólk. Annar aðstoðarmaðurinn klingir bjöllu þegar þeir ganga milli húsa, en sá þriðji heldur á reykelsi. Það er venja að strá blómum á gangstíginn frá götunni og heim að útidyrum á þeim húsum sem eru blessuð. Í gönguferð okkar hér um ´æinn síðdegis í gær gátum við séð a því hvar búið var að strá blómum hvar hafði verið blessað og hvar ekki.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér enn einu sinni Palli fyrir að leyfa okkur að skyggnast yfir til ykkar með lýsingu þinni á því sem fyrir augu ber í þorpinu ykkar. Af lýsingu þinni sér maður alveg fyrir sér þar sem þeir ganga milli húsa til að blessa heimilin -og auðvitað er sól og blíða, hvað annað.
Kær kveðja frá okkur Hauki til ykkar beggja.

Nafnlaus sagði...

Þetta er greinilega það sem virkar best í augnablikinu, sem ég segi Gúggi klikkar ekki. Nú er bara að skrfa og setja mynd með, bara prófa !, ekki gefast upp.
kveðja úr uppstittu á Spáni
Jón Grétar

Nafnlaus sagði...

Og UPPSTYTTA er að sjálfsögðu með ypsíloni Y

þá er það komið til skila !
jgk