16 apríl 2007

Marsfeira

Veður: 7,1°33,4° léttskýjað. Eins og búist var við í gær var hlýtt og notalegt hér í dag og hitinn fór vel yfir þrjátú gráðurnar 33,4°. Þetta var eins og notalegur sumardagur.
Í morgunn hélt Þórunn áfram við málningarvinnuna, en ég útbjó beð fyrir tómatana.
Síðdegis fórum við á Marsfeiruna, sem svo er nefnd, en það er vörusýning sem hefst síðustu helgina í mars og stendur allan aprílmánuð. Þarna eru sýndir bílar, bátar, mótorhjól, húsgögn og innréttingar og ótal margt fleirra. Þetta er ekki mikið spennandi sýning, en maður fer samt á hverju ári til að sjá hvort ekki verði eitthvað spennandi að sjá í ár. Í tengslum við sýninguna er stórt tívolí, sem er vinsælt hjá yngri kinslóðinni.

Engin ummæli: