24 apríl 2007

Veður: 10,7°/24,1° alskýjað og nokkrir regndropar síðdegis.

Tölvumaðurinn okkar lofaði í gærkvöldi mæta hér klukkan 9 í morgunn til setja viðbótar minniskort í tölvuna mína. Hann var mjög stundvís á hans mælikvarða, því hann var mættur hér fyrir klukkan 11 , að vísu var ég búin að hringja í hann klukkan 10,30 til að athuga hvort hann kæmi í dag eða ekki, því stundum mætir hann ekki þann dag sem hann lofar að koma.

Okkar tölvumaður er ekki hár í lodtinu frekar en margir landar hans, hinvegar er hann orðinn ansi mikill á þvervegin, svo það er engan veginn auðvelt fyrir hann að þurfa að skríða undir borð til að tengja eða aftengja tölvuna, þá er maður dálítið hræddur um að hann verði afvelta.

Það var mjög þröngt og erfitt að koma þessum spjöldum fyrir, svo minn maður svitnaði mikið og þrátt fyrir að ég setti viftuna sem er hér til kælingar í gang fór hann með slatta af elhúsrúllu í að þurrka af sér svitann. En honum tókst þetta að lokum, svo nú er tölvan mjög spræk.

Ég þorði ekki að mála í dag, því það var svo rigningarlegt og síðdegis rigni smávegis og von á meiri úrkomu í nótt. Síðdegis brugðum við okkur í blómabúð til að kaupa smávegis af blómum.

Engin ummæli: