Veður: 5,3° / 17,2° úrkoma 2 mm. Sól af og til fram undirhádegi, en byrjaði að rigna um kaffileitið. Stóri munurinn á rigningunni hér og á íslandi að hér rignir lóðrétt niður en á Íslandi er rigningin lárétt plús vænn skammtur af roki.
Í dag var farið í að pumpa lofti í dekkin á reiðhjólunum, því nú skyldi farið að hjóla sér til heilsubótar, en ferðin varð heldur styttri en til stóð, því gírarnir á hjólinu mínu brotnuðu eftir rúmlega einn kílómetra, svo ég varð að gjöra svo vel og teyma hjólið heim. Nú ekki svo slæmt þetta varð þá bæði göngu og hjólaferð.
Við fórum með hjólið í viðgerð og fáum það aftur á laugardaginn.
Notuðum tækifærið fyrst við vorum komin upp í Albergaria að fá okkur kaffisopa á kaffihúsi sem var opnað á meðan við vorum í Íslandsferðinni. Þetta er reglulega smekklegt kaffihús með mikið úrval af brauðum og kökum. Kaffi á kaffihúsum hér bragðast yfirleitt mjög vel og ekki er hægt að kvarta undan verðinu. Brauð og tveir kaffibollar í dag kostuðu okkur 190,00 Kr.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Vonandi verður hjólið sem nýtt þegar þú færð það aftur.
Alltaf er nú gaman að koma á kaffihús en mikill er verðmunurinn hér og hjá ykkur. Við vorum nefnilega í bænum í dag og fórum á kaffihús, keyptum 2 bolla kaffi, eitt rúnnstykki og marmelaði ofaná og eitt lítið eplakökustykki og þetta kostaði 870krónur. Annars vitið þið auðvitað allt um þetta úr íslandsferðinni.
Kær kveðja frá okkur Hauki.
S´l Ragna.
Já það er alveg ótrúlegt verðið á öllu á Íslandi. Hér kostar brauðbolla 18 Kr sem seld er á 65-120 Kr. á Íslandi, það er eitthað bogið við þetta því allir kaupa hveitið á heimsmarkaðsverði.
Já hjólið verður öruglega gott eftir viðgerðina, en ég á varahjól sem ég notaði í dag í góða veðrinu.
Kær kveðaj til ykkar
Palli
Skrifa ummæli