Veður: - 1°/17,4° léttskýjað.
Þá eru jólin afstaðinn hér, því hér er bara einn jóladagur, en það virðist vera að færast í vöxt að fólk taki sér frí á annan í jólum og líka er talsvert um að fólk taki sér alveg frí á milli jóla og áramóta.
Við fórum í fjörulall í dag, það var talsvert brim en þægilegt að ganga í fjöruborðinu.
Set hér inn nokkrar myndir sem ég tók í fjörunni.
2 ummæli:
Er þetta hrím sem sést á neðstu myndinni eða sandur. fínar myndirnar þínar Palli.
Kær kveðja frá okkur úr snjónum á Selfossi.
Sæl Ragna.
Nei þetta er bara hvítur sandu, það frýs aldrei þarna niður við sjávarmál, þó það sjáist hrím hér í dalnum okkar.
Þið fenguð vel útilátinn jólasnjá á Íslandinu.
Kær kveðja
Palli
Skrifa ummæli