03 desember 2007

Skólamál

Veður: 7,9° / 18,3°. Úrkoma 2 mm. Örlítil rigning til hádegis, en eftir það fór að sjá til sólar og um kaffi var orðið léttskýjað.
Settum upp eina ljósaslöngu á veröndina, en þurfum að kaupa aðra slöngu, því pera í gamalli ljósaseríu er brotin og ólíklegt að það sé hægt að finna slíkan forngrip í dag. Fjarlægði í dag appelsínurnar sem voru á jörðinni fyrir neðan appelsínutréð, það var í þrjár tuttugulítra fötur sem fór á safnhauginn.

Graca vinkona okkar kom í heimsókn í dag þegar hún hafði lokið kennsludegi í skólanum sínum, að vanda ræddi hún mikið um skólamál og kennslu, enda er mjög margt hér sem þarfnast úrbóta. Notuðum tækifærið og bökuðum vöfflur, því slíkt hnossgæti brögðuðum við ekki á meðan við vorum á Íslandi og vöfflur er kaffibrauð sem Portúgalar kunna vel að meta.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

En hvað ég skil að ykkur líði vel að vera komin heim. Þó ekki sé nama það að vita að þó það rigni að morgni þá sjáist sólin eftir hádegi. það er vitaskuld munaður sem við þekkjum ekki hér nema í undantekningartilvikum.
Kær kveðja frá okkur Hauki.

Nafnlaus sagði...

Bíddu nú við er ég allt í einu nafnlaus. Eitthvað hef ég klúðrað þessu. Nú sendi ég þetta til að athuga hvað ég gerði vitlaust áðan.
Ragna

Páll E Jónsson sagði...

Sæl Ragna.
Það var í góðu lagi þó þú kinntir þig ekki, því ég veit vel hver betri helmingurinn hans Hauks er.
Kær kveðja til ykkar beggja.
Palli