29 júlí 2006

Sól þoka

Veður: 10,5°/32,7° léttskýjað, gola.

Okkur fannst það hljóma svo vel þegar hún Elísabet grannkona okkar kom hér í gær og sagði frá því að hún og bóndi hennar færu snemma á morgnana, áður en það yrði verulega heitt niður á strönd til að njóta þar útiveru. Fara í gönguferð í fjöruborðinu, eða liggja í sólbaði, svona eftir því hvernig þau væru stefnd í það og það skiptið.
Okkur kom saman um að reyna þetta í morgunn og lögðum af stað héðan úr heiðardalnum klukkan hálf tíu í glampandi sólskini.
Þó það séu ekki nema þrjátíu kílómetrar niður að ströndinni er oft talsvert annað veðurfar þar en hér í dalnum. Til að forvitnast um veðrið nálæt sjónum fór ég inn á netið og sá veðuratugun 10 Km inni í landi og þar var sagt að væri léttskýjað, svo þetta átti allt að vera á hreinu með veðrið, en annað kom nú í ljós.
Þegar við vorum komin það áleiðis að við færum að sjá til sjávar fóru að birtast ský á himni og þegar lengra kom sá í þokubakka við sjóndeildarhring, við ákváðum nú samt að halda ótrauð áfram og fá þó að minnsta kosti góðan bíltúr út úr þessu.
Þegar við vorum komin niður að sjó var talsverð þoka og hitinn ekki nema átján gráður, svo það var ekki annað að gera en snúa heim við svo búið og reyna aftur seinna.
Það var samt margt fólk með sólhlífar og ýmsan annan búnað sem tilheyrir sólböðum á leið á ströndina. Það eru greinilega til meyrir hörkutól en við.
Myndin á síðunni er af þeim nöfnum Þórunni Elísabetu og Elísabetu grannkonu, en hún heitir sjö nöfnum til viðbótar Elísabetar nafninu, en ég man bara þetta eina.
















Síðdegis fórum við í gróðrarstöð til að kaupa nokkur blóm til að hressa upp á litadýrðina í garðinum okkar.
Á heimleiðinni ætluðum við að heilsa upp á Geira og Rósu, en hittum þau þá fyrir utan heimili sitt í bílnum, en þau voru búin að vera inni í allan dag, en voru að leggja upp í smá bíltúr með gesti sína, svo við drifumþau bara í að koma heim með okkur og fá sér kaffisopa.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll Palli minn,

Þið hafið örugglega haft það betra í sólininni heima, það er ég viss um.

Ég verð að segja að ég hef alldrei áður heyrt um mannseskju skýrða 8 nöfnum .

Síðan þín er mjög skemmtileg og gaman hvað þú er duglegur að skrifa.

Kveðja,