29 desember 2006

Veður

Veður: 1,5°/15° smávegis rigning, en svo lítið að það mældist varla.
Þetta er í fyrsta sinn síðan 7. desember sem kemur dropi úr lofti hér.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja Palli, hvað það væri nú gott að geta sent ykkur eitthvað af rigningaskömmtunum sem okkur er úthlutað. þeir mættu svo sannarlega vera bæði færri og smærri.
Það er virðist sem það sé enginn vetur að heita hjá ykkur, a.m.k. standið þið í garðyrkjustörfum jafnt sumar sem vetur. Við erum nú orðin svolítið þreytt á myrkrinu sem hefur verið enn meira vegna þess að enginn hefur verið snjórinn til að lýsa upp hjá okkur í þessu svartasta skammdegi. Nú mun hins vegar byrjað að birta um hænufet á dag - það er bara verst hvað hænurnar taka fjári lítil skref :(
Ég vona að þið hafið það gott um áramótin og að nýja árið verið ykkur gæfuríkt.
Auðvitað kíki ég daglega í heimsókn til Þórunnar og athuga hvað þið eruð að sýsla.
Kær kveðja til ykkar beggja,