Veður: 1,4° / 11,7° alskýjað og örlítil rigning um hádegið.
Buðum nágrönnum okkar þeim Matthild og Manúel út að borða í þakklætisskyn fyrir að gæta hússins á meðan við vorum í burtu og gefa flækingsketti sem er kostgangari hjá okkur að borða.
Það er ákveðið að við verðum hjá þeim í mat næstkomandi aðfangadagskvöld eins og um síðustu jól. Þar verður á borðum hefðbundinn aðfangadagsmatur á portúgalska vísu, semsgt soðinn saltfiskur með káli og næpum.
2 ummæli:
Góðan og blessaðan daginn elskulegu hjón!
Mikið skil ég ykkur að þið skuluð njóta þess að koma heim í kotið ykkar. Þetta er Paradís á jörð, hvorki meira né minna. Gaman að allir skulu taka svona vel á móti ykkur en þið eruð þannig gerð að annað er ekki hægt:-)
Mikið er camomill-blómið yndislegt og svo er hægt að búa til góðan drykk úr camomill það ku vera róandi. Mikið er húsið hjá nágrönnunum orðið glæsilegt, já þið eruð heppin með nágranna og verður áreiðanlega gott að dvelja hjá þeim á aðfangadagskvöld.
Jæja ekki meira héðan úr nepjunni.
10000 knús frá okkur á Esjugrundinni
:) það er kannski betra að búa ekki til té úr þessari blóm, alvöru kamillutéblóm litur allt öðruvísi út.
Skrifa ummæli