31 desember 2006

Takk fyrir liðin ár

Veður: 12,5°/19,9 úrkoma 2mm. Það hefur verið þurrt, en skýjað í dag.

Þá er komið að því að kveðja þetta góða ár sem nú er senn á enda. Best að kveðja þetta ár með bjartsýni og vona að það ár sem nú tekur við verði eins gott og það sem er að kveðja,ef ekki bara enn betra.
Það komu óvenju margir gestir til okkar á síðastliðnu sumri, sem var auðvitað mjög ánægjulegt. Það er alltaf gaman að fá fólk í heimsókn og það verður enn ánægjulegra þegar búið er erlendis.
Við vonum að fólk verði duglegt að heimsækja okkur á næsta ári.
Að lokum þakka ég öllum sem ég hef átt samskipti við á árinu, hvort sem það hefur verið í gegnum síma, með bréfaskriftum eða þá að hittast augliti til auglitis kærlega fyrir samskiptin.
Ég óska öllum velfarnaðar á komandi ári og um ókomin ár.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þakka þér fyrir pistlana þína Palli minn. það er gaman að þú skilir líka farinn að skrifa. Nú er aðeins rúmur klukkutími síðan nýja árið gekk í garð og ég á þessari nýjársnótt hugsa til ykkar og annarra bloggvina með hlýju í hjarta og þakklæti fyrir öll góðu samskiptin. Vinskapur ykkar er alltaf svo nærtækur og gott að vita af ykkur á veraldarvefnum sem gerir okkur svo auðvelt að hafa samskipti.
Ég óska ykkur velfarnaðar á þessu nýja ári 2007.
Kær kveðja,