Ég var talsvert að vinna í garðinum í dag, enda allar aðstæður til þess mjög góðar. Nýbúið að rigna, svo moldin var orðin laus, en ekki hörð eins og steypa, en þannig er hún búin að vera í þessum miklu hitum sem verið hafa undanfarið. Það var líka hæfilega heitt, rétt rúmar tuttugu gráður.
Ég sló grasflötina, en mest af tímanum fór í að fjarlægja óvelkominn gróður.
Það er dálítið merkilegt með garðræktina, að það er tiltölulega lítið haft fyrir blómunum og örðum þeim gróðri sem maður kýs að hafa í garðinum sínum, en aðalvinnan liggur í að fjarlæga óvelkominn gróður sem maður vill alls ekki hafa í garðinum sínum. Mér datt í hug hvort það væri ekki nær að nefna mig arfabana en garðræktanda, því mest af vinnunni í garðinum fer í að bana arfanum.
En það er um að gera að sjá björtu hliðarnar á þessu og gleðjast yfir þeirri góðu útiveru sem arfinn sér manni fyrir og talsverðri hreyfingu, bara verst hvað það er mikið bogur við þetta.
En svo þarf ekki annað en líta á eitt fallegt blóm, þá er þetta amstur gleynt á stundinni og gott ef ég er ekki farinn að hlakka til að fara aftur á morgunn út í garð að reyta arfa svo blómin njóti sín almennilega.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli