Veður: 14,4°/41,8° heiðskýrt.
Klukkan átta þrjátíu í morgunn vorum við Þórunn komin af stað í gönguferð, en þá var enn hæfilega heitt 25°.
Við völdum að þessu sinni að ganga eftir malarvegi sem liggur um skóginn hérna í dalnum. Það tekur okkur um fjörutíu mínútur að ganga þennan hring.
Alltaf er maður með hugann við að brenna sem mestu af aukaforða sem maður er búin að koma sér upp, en hefur engin not fyrir. Til að brenna meiru á göngunni sveiflaði Þórunn líka handleggjunum og það leiddi huga hennar að því sem kallað er stafaganga. Við höfum heyrt um að til að ná góðum árangri í slíkri göngu þurfi að nota sérhannaða stafi. Þórunn hannaði sína stafi sjálf, fann bara sprek við göngustíginn og braut af því svo það væri hæfilega langt fyrir hana. Þessu sveiflaði hún svo af mikilli list, eins og þrælvanur skíðagöngumaður og þar með hlýtur hún að hafa aukið brennsluna umtalsvert í þessari gönguferð frá því sem hefði orðið án stafanna.
Fyrir hádegi fórum við með Geira og Rósu í gleraugnabúð í Aveiro, en þar hafði Geiri keypt sér sólgleraugu fyrir nokkru, en þau reyndust gölluð, svo nú var farið til að fá það lagfært. Það þarf að panta ný gler og þau verða látin vita þegar glerin eru komin. Rósu datt í hug að láta mæla sjónina hjá sér þarna og fá viðeigandi gleraugu. Manneskjan sem mælir sjónina var ekki við þá stundina en okkur sagt að hún yrði við eftir svo sem tuttugu mínútur. Við ákváðum að nota tímann á meðan við biðum til að fá okkur að borða, sem við gerðum og þegar við vorum öll orðin vel södd var farið aftur í gleraugnabúðina, því nú átti manneskjan að vera til staðar eftir því sem okkur varsagt. Nei ekki aldeilis nú fengum við þær fréttir að hún yrði við eftir þrjá tíma, þar með kvöddum við þessa “góðu” þjónustu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli