Veður: 11,3°/38,8 heiðskýrt.
Klukkan 10,45 átti ég að mæta hjá heimilislækninum með niðurstöðurnar úr síðustu blóðrannsókn. Ég komst inn klukkan 12,15, sem er bara eðlileg bið hér. Læknirinn var ekki ánægður með niðurstöðurnar varðandi blöðruhálskirtilinn, svo nú á að taka blóðsýni aftur á morgunn og lesa eitthvað nánar út úr því en í síðustu rannsókn, ef hann verður ekki sáttur við niðurstöðuna úr þessari rannsókn á ég að fara til sérfræðings.Ég er frekar að vona að það komi ekki til þess.
Eftir hádegi héldum við áfram þar sem frá var horfið í gær við að kinna okkur nýja bíla á markaðnum. Fyrst litum við inn hjá Skoda , en stoppuðum stutt þar, því okkur fannst þeir ekki hafa neitt á boðstólum sem við vorum að leita að. Næsti viðkomustaður var Toyota umboðið, þar átti bara svoana rétt fyrir forvitnisakir að´líta á Toyota Prius og fá að vita hvað hann kostaði. Þarna hittum við sölumann sem kunni sitt fag og kinnti okkur alla þá miklu kosti sem þessi bíll býr yfir áður en verðið fékkst uppgefið. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að við höfum fallið fyrir þessum bíl, bæði er að hann er mjög tæknilega fullkominn og fallegur. Ekki spillir að bíllin er líka mjög sparneytinn og umhverfisvænn, vegna .ess að hann er knúinn áfram bæði með rafmagns og bensínvél.
Næst lá leiðin til að reynsluaka Citren C4. Það var bara til bíll með díselvél til að reynsluaka, en við erum að leita að bíl með bensínvél, en það ætti ekki að breyta miklu.Eftir reynsluaksturinn held ég að við séum sammála um að hugsa ekki frekar um þennan bíl að sinni. Gæti verið að við hefðum verið jákvæðari gagnvart Citroen ef við hefðum ekki verið nýbúin að sitja í Priusinum.
Textinn við myndina hér fyrir neðan gæti verið "ég tek þennan".
Þarna er Þórunn við Priusinn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli