02 ágúst 2006

Heilsugæsla

Veður: 14,3°/34,8° létt þoka í morgunsárið, síðan heiðskírt.

Unnum í garðinum í morgunn. Þórunn við að snyrta í kring um tómatplönturnar um leið og hún tók tómata af plöntunum til að frysta, því nú er mikið meira afþroskuðum tómötum á plöntunum en við komumst yfir að borða ferska.
Ég sló grasflötina á meðan Þórunn var að vinna við tómatana.

Klukkan þrjú átti ég svo pantaðan tíma hjá heimilislækninum til að fá tilvísum hjá honum vegna blóðrannsóknar sem hann vill að ég fari í til að fylgjast með kólesteról magni í blóðinu og eins með ástandi blöðruhálskirtilsins.
Nú á ég semsagt að mæta í fyrramálið til blóðtöku og væntanlega má ég svo sækja niðurstöðurnar viku síðar. Læknirinn gaf mér tíma síðast í ágúst til að sjá niðurstöðurnar, það er svo mikið að gera hjá honum, vegna þess að aðrir læknar eru í sumarleyfi.

Águstmánuður er aðal sumarleyfismánuðurinn hér í landi, þá eru flestar verksmiðjur lokaðar og þar sem ekki er hægt að loka alveg er starfsemin í lágmarki.
Það er mjög vinsælt að vera niður við strönd í fríinu sínu, því það er svalara þar en inn til landsins. Það er líka færra fólk á ferli í bæjum inni í landi en venjulega þennan mánuð.
Læt fylgja með þessum pistli mynd af heilsugæslustöðinni í Albergaria þar sem heimilislæknirinn okkar starfar.

Engin ummæli: