06 ágúst 2006

Heitara g heitara.

Veður: 14,9°/43,1° heiðskýrt.
Það verður heitara og heitara í veðri núna með hverjum nýjum degi, það er vonandi toppnum náð þetta er orðið alveg nóg, en það er spáð sama hita næstu daga.
Það var dálítill reykjareimur í lofti í kvöld þegar við fórum í okkar kvöldgöngu, sem bendir til það séu skógareldar ekki mjög langt í burtu frá okkur.
Þessum mikla hita hefur líka fylgt talsverður vindur einkum um nætur, en vindurinn gerir slökkvistarfið í skógunum mjög erfitt.

Engin ummæli: