28 ágúst 2006

Sólgleraugu

Veður:15,8°/32,4° þoka til hádegis, bjart síðdegis.

Það er orðið nokkuð langt um liðið síðan Þórunn byrjaði að svipast um eftir nýjum sólgleraugum, en það var orðið löngu tímabært að endurnýja sólgleraugunn hennar, því þó hún vildi ekki viðurkenna þá staðreynd að hún þyrfti að nota sólgleraugum með styrk fyrr en nú að hún er komin með ein slík og finnur hvað það er mikið betra.
Hún var búin að líta inn í nokkrar gleraugnaverslanir, en fann ekkert sem henni líkaði, svo þessu var alltaf slegið á frest, þar til síðastaa mánudag að það var gerð alvara úr því að velja sólgleraugu.
Það er stór og góð gleraugnaverslun í Aveiro, sem Þórunn hefur keypt af gleraugu áður og líkaði þjónustan þar mjög vel. Eins og gefur að skilja tók nokkuð langan tíma að finna einu réttu spangirnar, en það tókst að lokum, svo þurfti líka að velja glerin.
Henni var sagt að gleraugun yrðu tilbúin eftir þrjá daga, sem hefði þá átt að vera á fimmtudag ef eitthvað er að marka hvernig okkur var kennt að telja, en hér er greinilega talið öðruvísi en við erum vön. Það var sem sagt fyrst í morgunn sem hringt var og sagt að gleraugun væru tilbúin.
Við brugðum okkur í snatri í kaupstaðarfötin og renndum niður í Aveiro, það stóð heima þar biðu Þórunnar þessi fínu gleraugu, sem hún er mjög ánægð með.
Við fórum og fengum okkur að borða eftir að búið var að ganga frá gleraugnakaupunum.
Eftir matinn litum við aðeins í búð, því mér lék forvitni á að bera saman verð á leðurfatmaði, sem við sáum í gær í ferðinni um Stjörnufjöllin, en það eru margar verslanir með leðurvörur. Ég hélt í einfeldni minni að það væri verið að selja þarna á einhverskonar verksmiðjuverði, en svo virðist ekki vera, því sambærilegar flíkur voru mun ódýrai í verslun í Aveiro.
Eftir þetta héldum við niður á strönd til að fá okkur góðan göngutúr þar og ekki síðurtil að reyna sólgleraugun í réttu umhverfi, eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan.
Undir kvöld unnum við svo aðeins í garðinum.

 Posted by Picasa

Engin ummæli: