Veður:10,4°/35,1° heiðskýrt.
Í morgunn fór ég eina ferðina enn til að láta taka blóð til rannsókar og af því maður verður að mæta fastandi í slíka athöfn fórum við strax á eftir á kaffihús til að fá okkur kaffi og brauð. Það þoldi enga bið að fá einhverja næringu.
Eftir matinn fórum við að reynsluaka Toyota Prius, sem við vorum að skoða í gær. Þórunn var mjög hrifin af að aka bílnum og það fór mjög vel um mig í aftursaætinu, en sölumaðurinn var í framsætinu til að kenna Þórunni á þetta tækniundur. Það er eiginlega allt tölvustýrt í þessum bíl, svo það tekur einhvern tíma að nýta sér þá möguleika sem hann býr yfir. Það vill til að Þórunn er tæknilega sinnuð, svo þetta vefst ekki fyrir henni. Einhvern tíman hefði ég haft gaman af að fikta í öllum þessum tökkum sem þarna eru.
Ég sagði víst þegar við fórum að stað til að skoða bíla að við værum komin út á hálan ís og það reyndist rétt hjá mér. Ég er svo oft búin að upplifa það að fara að skoða bíla og það átti eiginlega ekkert að kaupa bíl strax, en svo fer þetta bara svona eins og krakkarnir segja.
Auðvitað fer maður ekki af stað til að skoða bíla nema að vera spá í að endurnýja bílinn.
Í kvöld komu vinir okkar í heimsókn, þau Rui og Patricia. Eins og þvinlega var gaman að spjalla við þau.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli