05 ágúst 2006

Innivera.

Veður: 15,4°/42,5° heiðskýrt.

Eins og sjá á tölunum hér fyrir ofan var alveg þokkalega hlýtt hér í dag, svo þetta var bara góður inni dagur.
Við skemmtum okkur við þvo þvott og þrífa húsið.
Í kvöld var svo mjög góður tólistarþáttur í þýska sjónvarpinu. Þættinum var stjórnað af fiðlusnillingnum André. Þessi þáttur var tekinn upp í Vín og sjálfsögðu var leikið mikið af vínartónlist. Vínarballettinn sýndi líka listir sínar.
Eftir sjónvarpsglápið fórum við í gönguferð, en þá var hitinn kominn niður í 23° sem er mjög notalegur hiti.

Engin ummæli: