Veður: 10,2°/34,4° léttskýjað.
Í dag sauð Þórunn niður tómata í sósu, en áður vorum við búin að frysta tómata, svo nú ættum við að eiga nægar birgðir af tómötum til ársins. Það sem eftir er á plöntunum núna borðum við ferska.
Við röltum til Grössu síðdegis til að kveðja þau áður en þau leggja af stað í sumarfrí. Þau ætla að vera á Algarve í 10 daga ásamt vinafólki sínu.
Í kvöld vorum við svo boðin í kaffi til Patriciu og Rui. Patricia var búin að baka köku með appelsínubragði. Kakan bragðaðist vel hjá henni, svo það var alveg óþarfi hjá hennni að vera að afsaka að kakan væri ekki nógu góð hjá sér. Svona til öryggis smakkaði hún á kökunni til að vita hvort það væri óhætt að bjóða okkur bita.
Hér er til siðs að borða kökur úr munnþurrku, en ekki setja kökusneiðina á disk eins og við erum vön að gera.
Það var gaman að spjalla við þau og við urðum margs vísari um hegðun portúgala. Þau eru talsvert gagnrýnin á hegðum og hefðir landa sinna og það hreint ekki að ástæðulausu. Það er svo margt hér sem þyrfti að færa til betri vegar.
Hér fyrir neðan er mynd af feiminni húsmóður með kökuna sína.
1 ummæli:
Sæll Palli.
Ég var nú barasta að uppgötva bloggið þitt í fyrsta sinn í dag. Þú ert frábær penni og ég á eftir að gera þetta að reglulegum viðkomustað í tölvulandi.
Kær kveðja, Sigrún
Skrifa ummæli