Veður: 11,2°/37,7° heiðskýrt.
Í morgunn dewif ég mig í að mála gaflinn á húsinu, þ.e.a.s. þan hluta hans sem er á milli stalla á þakinu. Það verður að standa á lægri hluta þaksins við þetta verk og þar sem það eru leirflísar á þakinu verður að gæta þess vel hvar er stigið á flísarnar. Ef stigið er á miðja flís er eins víst að hún brotni, svo það verður ávalt að stíga á endann á flísunum.
Um hádegið fórum við svo niður að strönd. Núna fórum við á strönd sem heitir Toreira, en þangað höfum við ekki komið í rúmlega eitt ár.
Við byrjuðum á að fá okkur pitsu að borða. Síðan fórum við í góða gönguferð í fjörunni og þegar við vorum orðin þreytt að ganga í sandinum röltum við um bæinn.
Það er gaman að sjá hvað það er alt orðið snyrtilegt við ströndina.
Það er greinilegt á litnum á kroppunum sem voru á ströndinni að nú er síðasta vika sumarfrísins, því nú voru allir dökkbrúnir á hörund.
Myndina af skútunni hér fyrir neðan sem siglir seglum þöndum suður með ströndinni tók Þórunn í dag. Myndin er tekin með aðdráttarlinsu, svo skútan sýnist mun nær en hún er í raun og veru.
Það eru fleiri myndir frá ferðinni í dag, ef smellt er á myndir hér til hliðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli