Veður: 19°/33° heiðskýrt.
Sigga og Nonni buðu okkur út að borða í hádeginu. Fórum á veitingastað í Albergaria. Allir voru mjög ánægðir með matinn.
Strax eftir matinn var farið upp til Caramulo og næst hæsti tindur Portúgals klifinn 1076 m.
Það var mjög gott útsýni í dag, lítið mistur í lofti, svo við sáum yfir hálfan heiminn.
Því miður eru farnir að sjást reykjarmekkir frá skógareldum.
Eftir fjallgönguna skoðuðu þau Nonni og Sigga lista og bílasafnið sem þarna er, við Þórunn fórum í gönguferð á meðan. Það var alveg mátulega hlýtt þarna uppi á fjallinu til að fara í gönguferð.
Áður en haldið var heimáleið var sest inn á kaffihús til að hressa sig.
Á heimleiðinni gerðum við stans í þorpi þar sem verið var að sýna þjóðdansa og syngja með, eins konar vinnusöngva. Auðvitað var líka verið með basar þarna og þar gat Nonni fundið sólgleraugu sem hentuðu honum, en áður var hann búinn að leita án árangurs í stórum gleraugnaverslunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli