Veður: 15°26° þokumóða í lofti.
Guðmundur og Jónína þáðu boð okkar frá í gær um að koma til okkar í morgunkaffi í morgunn áður en þau legðu upp í ferðina áleiðis til Faro. Það var gaman að spjalla við þau eins og ævinlega.
Ég hjálpaði Guðmundi við að þrífa bílaleigubílinn, hann var orðin rykugur eftir þriggja vikna notkun.
Næst sjáum við þau í september, þegar þau koma til að ganga frá kaupunum á jörðinni sinni.
Þegar þau voru farin fórum við að vinna í rósabeðinu. Það þykir ekki við hæfi að láta sjást mikið af illgresi í rósabeði. Arfinn á ákaflega b´gt með að skilja svona mismunun, hann gerir sitt besta til að vera fallegur og það þarf ekkert að dekra við hann til að dafna og jafnvel að koma með falleg en smá blóm, en aftur á móti þarf að vera að dekra við rósirnar. Það þarf að gefa þeim áburð, klippa þær til og vökva svo þær verði fallegar. Það þarf líka að fjarlægja keppinauta um fæðuna frá þeim eins og arfann. Svo hreykja þær sér bara hátt með hroka og horfa niður á arfann með lítilsvirðingu.
Gæti þessi lýsing átt sér hliðstæðu í mannlífinu?
Síðdegis fórum við svo til að útrétta ýmislegt, sem gekk bara vel.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli