11 júní 2006

"Sigurvegari"

Veður: 14°/28° heiðskýrt.

Þórunn lauk við lagfæra málninguna í stofunni í morgunn, svo ætti stofan vera vel útlítandi
Ég dreif mig hjóla, en Þórunn fór ekki með þessu sinni.
Það var mjög gott veður til hjóla í dag alveg hæfilega heitt og aðeins gola. Það er segja, það var orðið hæfilega heitt klukkan hálf ellefu þegar ég lagði af stað.
Ég hjólaði 35 Km. Þetta var á messutíma og víða margir bílar fyrir utan kirkjurnar, enda er kirkjusókn hér mjög almenn. Ég var reyna telja það saman í huganum hvað það væru margar kirkjur og kapellur við þennan 35 Km. hring sem ég hjólaði og ég er helst á þær séu minnsta kosti fimmtán og þar til viðbótar eru fimm eða sex stykki hér í ValeMaior, eða Stóradal.
Það var hjólreiðakeppni hjá fólki yngra en 23ára í Albergaria í dag, svo ég var víst ekki gjaldgengur þar en fékk samt gott klapp sem sigurvegari í keppninni. Var einhver tala um ég væri ellilegur?
Þetta atvikaðist þannig leið mín eftir þeirri götu sem endamarkið var í og skömmu áður en ég kom endamarkinu stóð húsmóðir úti í dyrum á sínu húsi með sína sparisvuntu og dró ekki af sér við klappa fyrir mér og hefur sjálfsagt staðið í þeirri meiningu ég væri sigurvegarinn, því keppendurnir voru rétt ókomnir.

Eyjólfur kom í kaffi í dag.
Guðmundur og Jónína komu um sexleitið og buðu okkur út borða. Það var ákveðið far á góða veitingastaðinn hér upp með ánni, en Guðmundi er enn í fersku minni hvað hann fékk góða steik þar síðast þegar hann borðaði þar. Þegar við komum á staðinn var hann lokaður, svo það var snúið aftur og ákveðið finna góðan stað í Albergaria, en það var sama sagan þar LOKAÐ. var okkur hætt lítast á blikuna og ákváðum fara til Aveiro, en ákváðum athuga hvort þriðji besti veitingastaðurinn í Albergaria væri opinn, því leiðin framhjá honum. Heppnin var með okkur, það var opið og allir voru vel sáttir við mat og þjónustu.
Guðmundur og Jónína eru búin vera vinna við þrífa og mála húsið sem þau keyptu innanverðu. Þau eru búin sofa þar í nokkrar nætur og eru mjög ánægð með allt þarna. Á morgun leggja þau svo af stað til Íslands, en þau eiga flug frá Algarve á þriðjudag.

Engin ummæli: