08 júní 2006

Málað

Veður: 18°/28° heiðskýrt.

Fórum á fætur klukkan fimm í morgunn, því nú var komið að því að okkar góðu gestir legðu á stað áleiðis heim til sín með viðkomu í London hjá syni Nonna
Þau lögðu af stað héðan fyrir klukkan sex og þá var rétt að birta, en það var nær því að vera myrkur klukkan fimm.
Manni finnst eiginlega að þegar verið er að kveðja góða gesti að það sé eins og þeir hafi komið í gær, þó þeir séu búnir að vera í viku tíminn líður svo hratt.
Við lögðum okkur aftur eftir að þau voru farin..
Þegar það var orðið hæfilega hlýtt drifum við okkur í hjólatúr. Sáum víða konur með sínar svuntur vera að búsýsla eitthvað. Ein var að setja stuðningsprik við baunirnar sínar en þar skammt frá voru þrjár konur að ræða landsins gagn og nauðsynjar og virtist vera mikið niðri fyrir. Svo voru aðrar sem stikuðu áfram með verkfæri á öxlinni og hafa sjálfsagt ætlað að fara að vinna á spildunni sinni.
Um miðjan daginn vorum við sitthvað að sýsla innandyra, en eftir kaffi drifum við okkur í að
mála gula litinn á húshliðinni sem snýr út í garðinn.

Engin ummæli: