Veður: 17°/22° þokuloft fram yfir hádegi, en birti upp síðdegis.
Í dag var unnið í garðinum til hádegis. Meðal annars var lokið við að taka upp laukinn. Laukuppskeran er mjög léleg í ár, það er gott að eiga ekki afkomu sína undir því komna að uppskeran bregðist ekki.
Eftir hádegi var gerður út leiðangur með gestunum sem eru niður við strönd til að ná í tösku sem varð eftir á færibandinu í flugstöðinni í Porto þegar þau komu hingað
Það var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi og nota ferðina til að líta inn í mjög stóra verslunarsamstæðu sem er skammt frá flugvellinum. Það var verið í nær þrjár klukkustundir þarna inni, en mjög lítið var verslað.
Það gekk vel að hafa upp á töskunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli