09 júní 2006

Sultardropar/svitadropar

Veður: 18°/25° talsvert skýjað.

Leikfimi í morgunn og þar var okkur boðið vera með í árlegri ferð sem farin er með eldri borgara, sem eru í leikfimi. Við fórum í svona ferð í fyrra og þá var farið í stórt íþróttahús og þar voru saman komnir eldri borgarar af stóru svæði, ég gæti trúað þarna hafi verið um 200 manns. Þarna var farið í ýmsa leiki og lokum var matur fyrir alla þátttakendur. Við getum ekki verið með þessu sinni, því þennan sama dag eru fara frá okkur gestir sem við þurfum fara með út á flugvöll.

Eftir leikfimina fór ég í taka upp kartöflurnar, því það var mjög gott vinnuveður í dag ekki nærri eins heitt og verið hefur undanfarna daga. Það var ekki stór spildan sem við settum niður í og þar afleiðandi ekki mikið verk taka upp.
En meðan ég var fást við taka upp kartöflurnar reykaði hugurinn til liðinna ára þegar ég var í sveit og hvernig staðið var kartöflurækt á þeim tíma og við þær aðstæður. Fyrst þegar ég man eftir var garðurinn stunginn upp með gaffli, en síðan kom plógur, sem tveim hestum var beitt fyrir og þótti það mikil framför. Síðar upplifði ég plægja garðinn með dráttarvél.
Ég man kartöflurnar voru settar í spírun á plötur sem voru í risinu á fjósinu, Það var góður staður til slíks, því þar var alltaf notalega hlýtt. Fjóskisurnar héldu sig líka mikið þarna uppi, því þeim var ekki hleypt inn í bæinn nema einni hefðakisu, sem naut einhverra forréttinda.
Þegar ég var taka upp í morgunn var moldin svo hörð eftir langvarandi þurrk ég þurfti höggva hana upp með til þess gerðum gaffli. Aðstæður hér hafa kennt fólki þróa gaffal sem hentar vel þessum aðstæðum. Í Flóanum þar sem ég er uppalinn var notaður gaffall sem stigið var á, enda moldin alltaf rök og mjúk og oftar en ekki of rök, vegna mikilla rigninga.
Það var líka mikill munur á hitastigi hausti til á Íslandi og hér um hásumar, þá var maður stundum með sultardropa á nefinu, en hér voru það svitadropar og þó var klæðnaðurinn aðeins hýrabolur og stuttbuxur.

Síðdegis brugðum við okkur af bæ, fórum niður í Aveiro í smáútréttingar Meðal annars spurðum við hvernig gengi með viðgerðina á sjónvarpinu hans Geira og Þórunn kom við í gróðrarstöð til kaupa nokkur blóm og gróðurmold.
Á heimleiðinni litum við inn á kaffihús til góðan kaffisopa og kökubita.

Engin ummæli: