13 júní 2006
Þrumugnýr
Veður: 15°/22° þrumuskúrir.
Loksins loksins kom langþráð rigning.
Um miðnætti í gærkvöldi fór að heyrast þrumugnýr í fjarska, sem svo færðist nær og nær og þessu fylgdi mikil ljósadýrð, að lokum kom svo hressileg rigning. Það er svo búið að vera þrumuveður af og til í dag, n það hefur ekki rignt mikið enn sem komið er.
Mér tókst að slá grasflötina á milli skúra og hreinsa burt arfa.
Þórunn notaði sér að vera inni og gera hreina eldhússkápana, auðvitað með hraða eldingarinnar.
Það er nú svo, þó það sé lengi búið að bíða eftir að það byrji að rigna, að þá skapar rigningin viss vandamál. Nú eigum við von á gestum á morgunn sem eru hingað komnir til að vera í sól og góðu veðri. Þeir verða sennilega að sætta sig við skúraveður fyrstu dagana.
Það eru líka skólaslit í skólanum hér í dalnum í dag og þá er vani að börnin fari í skrúðgöngu frá skólanum að lítilli kapellu, en skrúðgöngunni var aflýst að þessu sinni.
Það var nokkur mannfjöldi við kapelluna að hlusta á hljómsveit leika og ég er helst á því að þeir hafi bara kunnað eitt lag, að minnsta kosti var það leikið mjög oft á meðan við vorum þarna.
Við fðórum til að skoða þetta, það var búið að skreyta fyrir framan kapelluna með blómum og sömuleiðis voru stytturnar af Maríu og heilögum Antonio blómum skrýddar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Til hamingju með vætuna. Það verður spennandi að fylgjast með áhrifum á brunninn. Ég hélt að rigningartími væri úti. Ynnilegar kveðjur og þökkum allt - Nonni og Sigga.
Skrifa ummæli