Veður: 15°/30° heiðskýrt.
Byrjuðum daginn snemma, fórum á fætur klukkan sex og vorum mætt hjá Geira og Rósu hálftíma síðar til að keyra þau út á flugvöllinn við Portó. Þau þurftu að bregða sér til Svíþjóðar og verða þar sennilega í viku, en koma svo til baka akandi á sínum Bens. Vonandi sjáum við þau sem fyrst aftur.
Ferðin til Porto gekk mjög vel, því umferðin er mjög róleg á þessum tíma dags.
Við vorum komin heim aftur klukkan níu og þá var Sigga búin að vera eins og hvítur stormsveipur að vaska upp og sópa gólf á meðan við vorum í burtu.
Eftir kaffisopa og spjall þvoði ég bílinn og sló grasflötina, á meðan var Þórunn að snyrta til í garðinum og Sigga að sólbaða sig, henni er meira nýnæmi á að vera í sól og góðu veðri en okkur.
Síðdegis brugðum við okkur niður í Aveiro.
Sigga og Jón buðu okkur út að borða í kvöld, en við völdum matsölustaðinn. Völdum að fara á nýlegan og góðan matsölustað í Albergaria. Allir voru vel ánægðir með þann mat sem þeir pöntuðu sér og þjónustan á þessum stað er mjög góð á Portúgalska vísu.
Guðmundur, sá sem hefur verið að kaupa eign hér suðurfrá hringdi í dag og sagði að það hefði verið gengið frá kaupunum í gær og að við værum velkomin til að skoða eignina. Svo nú er á áætlun morgundagsins að renna til þeirra, en það er annað sem hefur forgang í fyrramálið og það er að þær Þórunn og Sigga komist á markaðinn í Albergaria, eftir það er möguleiki á að lagt verði upp í ferðalag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli