22 júní 2006


Veður: 15°/27° þoka í lofti fyrst í morgunn, en entist ekki nema rétt á meðan ég var að opna augun almennilega, en þegar ég var búinn að ná því að opna augun almennilega með aðstoð kaffibolla stóð það á endum að það var orðið heiðskírt og er þannig enn þegar þessi pistill er skrifaður.

Það er gallinn við að skrifa svona dagbók að það neyðir mann til að horfast í augu við það hversu litlu er komið í verk á hverjum degi. Áður en ég byrjaði þessi skrif stóð ég í þeirri góðu trú að ég væri að afreka býsna miklu á hverjum degi, en þegar ég lýt á þetta svona svart á hvítu er myndin allt önnur.

Stærsta verkefni dagsins var að háþrýsti þvo veröndina, svo nú er hún alveg glansandi fín. Fyrir þá sem ekki vita verð ég að upplýsa að það er brotamarmari á veröndinni í stað flísa.

Síðdegis fórum við í smá útréttingar bæði að þörfu og minna þörfu.

Myndirnar sem fylgja með þessum pistli tók ég hér úti í garði í kvöld. Hortensíurnar eru þvílíkt stórar og fallegar núna.

Engin ummæli: