16 júní 2006

Karlagrobb

Veður: 160/25° Bjartviðri til hádegis en gerði góða dembu síðdegis.
Posted by Picasa
Kominn föstudagur einu sinni enn og þar með tímabært að mæta í leikfimi. Ég fékk gott hrós frá leikfimikennaranum, þegar hún sagði” sjáið þið Palli gerir þessa æfingu auðveldlega meðan þið gamlingjarnir ráðið ekki við þetta”, en ég er aldursforsetinn í hópnum.

Vann í garðinum í morgunn, meðal annars við tómatplönturnar, en þær hafa tekið mjög vel við sér eftir að það fór að rigna. Fyrstu tómatarnir eru að koma í ljós, en það eru enn nokkrar vikur í að þeir verði fullþroskaðir.
Ég tók líka upp lauk úr einu beði, en hann er orðinn fullvaxinn og nú liggur fyrir að flétta hann saman á stráunum svo hægt sé að hengja hann upp til geymslu. Lauksprettan er fremur léleg í ár.

Síðdegis fórum við með pakka í póst og litum inn í íbúðina hjá geira og Rósu. Þar var allt eins og vera ber.
Jósep gesturinn okkar var með í ferðinni og að loknum útréttingum bauð hann okkur á kaffihús. Að lokinni kaffidrykkju fórum við í bíltúr um nokkur þorp hér í nágrenninu.

Engin ummæli: