Veður: 15°/25° þoka til hádegis, en bjartviðri síðdegis.
Þetta var ömurlegur dagur í dag hjá arfanum sem búin var að koma sér vel fyrir í garðinum okkar, því það var svo þægilegt veður til að vinna úAti, sólarlaust og hæfilega heitt. Ég notaði þetta þægilega veður til að ráðast með offorsi að arfanum og fjarlægja hann hvort sem honum líkaði betur eða verr.
Eyjólfur fjallabúi kom í heimsókn í dag. Það lá vel í honum, hann er mjög ánægður með að Villi vinur hans skuli vera orðinn borgarstjóri í Reykjavík.
Ég læt fylgja með mynd af Eyjólfi þar sem ánægjan skín af honum með frama vinar síns. Ég hef aðeins verið að hrella hann með því að ég væri ekki sáttur við hvað vinur hans væri rólegur í tíðinni.
1 ummæli:
Þér hefur þótt sæma að stilla Kratarósinni upp við hlið Eyjólfs!
S
Skrifa ummæli