18 júní 2006

Tilraunaferð

Veður: 17°/25° Þoka í lofti fyrst í morgunn, en sólin komst fljótlega í gegn.

Eftir hádegi fórum við í sunnudagsbíltúr. Þetta var eiginlega frumraun hjá mér hvort ég væri búin að læra almennilega að velja leiðir og setja inn á GPS kerfið í fartölvunni og jú viti menn þetta gekk upp. Kerfið vísaði okkur réttu vegina, þó þetta væru krókóttir sveitavegir og í gegnum smáþorp með tilheyrandi vinkilbeygjum.
Þessi leið sem ég valdi liggur hér inn í land um fjallendi, víða sér maður yfir fallega dali og hæðardrög í fjarska. Ég reyni að setja inn eina mynd með þessu, sem ætti að lýsa útsýninu betur en orð.
Víða eru hlíðarnar svo brattar að það þarf að stalla þær til að rækta á þeim.
Auðvitað er enginn alvöru sunnudagsbíltúr án þess að koma við á kaffihúsi og fá sér kaffisopa og hlusta á skvaldrið í innfæddum.
Á eftir kaffisopanum fengum við okkur svo smá göngutúr og þá tók ég þessa mynd af gosbrunni bæjarins.

Í kvöld sáum við í sjónvarpinu og hlustuðum aðallega á í beinni frá Berlínar filharmoniunni á útitónleikum í Þýskalandi. Ég er nokkuð oft búin að hlusta á þessa Jónsmessutónleika þeirra í beinni útsendingu og þeir eru alveg frábærir.













Engin ummæli: