26 júní 2006
Kornskurður
Veður: 15°/22° Skýjað.
Eins og svo oft áður eyddi ég talsverðum tíma fyrir framan tölvuna í dag.
Um miðjan daginn sleit ég mig samt frá tölvunni og hjólaði 35 Km, sem var mjög hressandi. Ég hjólaði þessa sömu leið fyrir um það bil tveim vikum og það sem kom mér á óvart núna var að sjá hvað maísinn hafði vaxið ótrúlega mikið á þessum tveim vikum.
Í kvöld var verið að slá korn á spildu sem liggur að okkar lóð.
Ekki var nú verið með stórvirk tæki við þetta, enda ekki hægt að koma þeim við á svona litlu landi. Það var notuð handstýrð sláttuvél og það þurfti tvo menn til að vinna þetta verk, annar stjórnaði vélinni, en hinn varð að fjarlægja hafrakornið af vélinni.
Síðar á svo að koma með annað tæki til að þreskja kornið, ég vonast til að ná mynd af þeirri athöfn svo þetta geti orðið framhaldssaga hjá mér.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli