15 júní 2006

Endurskinsmerki

Veður: 16°/26° heiðskýrt til hádegis, en skýjað af og til síðdegis.

É endaði skrifin í gær á því að segja að við værum að leggja á stað til að sækja gesti út á flugvöll. Þetta er vinafólk Þórunnar frá Vopnafirði, alls þrettán manns.
Þau tóku níu manna bíl á leigu og verðaa með hann meðan á dvölinni stendur. Við vorum ekki komin með þau í íbúðirnar sem þau hafa til umráða fyrr en um miðnætti. Þá var fólkiðorði nokkuð lúið eftir langt ferðalag, en samt hresst í bragði.
Aldursforseti hópsins gistir hjá okkur.
Við fórum síðdegis að athuga hvernig fólkinu liði, þá voru allir orðnir hressir og komnir út í sólskinið. Það glampaði svo á kroppana að það lá við að maður fengi ofbirtu í augun.
Við fórum með þeim til að sýna þeim hvar væri best að kaupa sér í matinn og aðeins að kenna þeim á umhverfið.


Í morgunn var ég svolítið að vinna í myndunum mínum og sé að ég á nær allt ólært í þeim efnum, en það er gott að eiga verkefni til að grípa í.

Engin ummæli: