Patricia og Rui komu úr sínu vikulanga fríi í dag og tóku kanrífuglinn sinn sem við höfum verið að gæta fyrir þau. Þau voru mjö´ánægð með fríið sitt.
Síðdegis fengumvið svo góða gesti frá Íslandi. Þau heita Ásgerður og Sigurður, en hann er víst þekktari undir nafninu Diddi fiðla.
Hann var með tónleika á norður Spáni og þau voru svo elskuleg að líta til okkar í leiðinni. Þetta er raunar ekki alveg í leiðinni, því það eru nær 300 km. akstur hingað þaðan sem þau voru, en þau létu sig ekki muna um það.
Eftir kvöldmatinn fórum við með þau í gönguferð um þorpið.
Þessi mynd er af þeim hjónum Ásgerði og Sigurði.
1 ummæli:
Kæru vinir.
Gaman að detta inn á ykkar síðu, og skammast sín svolítið í leiðinni að hafa ekki haft samband fyrr. Orðaforði okkar nær ekki yfir það að þakka fyrir heimsóknina til ykkar á viðeigandi hátt. Hún var einstök.
Og kjarkur ykkar hefur sennilega haft áhrif á okkur, allavega erum við búin að kaupa hús í Reykholti í Borgarfirði og munum flytja þangað í apríl. Hitastigið þar er ekki það sama og hjá ykkur, en þar munum við eignast heimili sem hentar okkur. Og hækkum hitastigið innra með okkur.
Er það ekki sama og þið gerðu?
Baráttukveðja frá þeim sem þora!
Diddi og Ásgerður
Skrifa ummæli