05 júní 2006

Nýtt leikfang

Veður: 15°/35° heiðskýrt.

Vann smávegis í garðinum í morgunn, batt meðal annars tómatana betur upp, því þeir vaxa svo hratt núna þessa dagana.

Þórunn fór með Nonna og Siggu í Albergaria. Sigga keypti sér nýtt úr og eitthvað litu þær vinkonurnar inn í fleiri búðir.

Eftir hádegi fóru þau á ströndina og fannst mjög gott vera þar, því það var svalara við sjóinn og gola.
Við fórum í Aveiro til athuga með sjónvarpið sem er í viðgerð fyrir Geira, en það eru engar fréttir hafa af því enn sem komið er.
Á eftir fórum við inn í vinsælustu dótabúðina okkar, þar sem eru seldar myndavélar tölvur og hvað eina. Ég var búinn sjá þar myndavél með stórum og skírum skjá sem ég hélt ég gæti notað, svo við fórum til skoða vélina nánar. Þessi vél heitir Sony-cyber DSCH5. Eftir hafa skoðað vélina í bak og fyrir var ákveðið festa kaup á henni og ég ætla láta á það reyna hvort mér tekst nota hana. Það segja það hljómi ekki gáfulega sjónskertur maður ætli sér vera taka ljósmyndir, en ég hafði mjög gaman af ljósmyndun og með nýrri og góðri stafrænni myndavél og þeirri tækni sem tölvan býður upp á í vinnslu ljósmynda geri ég mér vonir um ráða við þetta. Ef þetta gengur ekki þá nær það bara ekki lengra, ég er viðbúinn taka því.



Geiri og Rósa höfðu samband frá Svíþjóð þar sem þau eru stödd núna, allt gengur vel hjá þeim og þau koma aftur um leið og þau eru búin ljúka sínum erindum. Það var gaman heyra í þeim, ég hlakka til sjá þau aftur.

Nýju landeigendurnir Guðmundur og Jónína komu hér í kvöld. Þau ætla á morgunn fara á óðalið sitt og mála húsið innan og reyna laga eitthvað til innandyra til byrja með. Allavega mála húsið innan.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

This site is one of the best I have ever seen, wish I had one like this.
»