01 maí 2006

Barir

Veður: / 25° bjart.

eru rósirnar opna sig hver í kapp við aðra og í fyrradag gat ég fært henni Þórunni minni fyrstu rauðu rósina á þessu vori og í morgunn fékk Rósa líka rauða rós úr garðinum.
Ég sló grasflötina í morgunn, eða það er nær lagi segja ég hafi ryksugað hana í leiðinni, því eitt tréð er endurnýja laufið núna og gamla laufið af því fer um allan garð.
Geiri var á meðan þvo bílinn sinn og bóna hurðarfölsin á honum. Geiri er mjög vandvirkur við það sem hann gerir og ég er ekki frá því hann hafi notað eyrnapinna og tannstöngul við þetta verk.
Eftir hádegi fórum við svo með þau til Aveiro til kenna þeim betur rata þangað og rata um bæinn, það var aðeins litið í búðir í leiðinni Geiri keypti sér blússu, rauða og fína. Það var talsvert af verslunum opið, þó það væri 1. maí.

Í kvöld fengum við okkur göngutúr til hennar Grösu vinkonu okkar, en hún býr hér skammt frá, er rétt ljúka við byggja sér nýtt hús. Við erum búin þekkja Grösu mjög lengi, því hún tók sér það erfiða verkefni þegar ég flutti hingað kenna mér portúgölsku, því hún er kennari. Það verður segjast kennsla skilaði ekki miklum árangri, en það er ekki kennaranum kenna svo tókst til, það verður skrifast alfarið á nemandann hvernig til tókst.
Á leið okkar til Grösu sáum við það er búið opna nýja bar, þó það virðist síður en svo hafa verið þöf á því. Þetta er þriðji barinn á leið okkar á um það bið fjögur hundruð metra vegalengd, svo það er varla hætta á maður deyi úr þorsta á þessari gönguleið.
Það var áður fyrr verslun í þessu húsi þar sem búið er opna barinn. Í þá tíð voru ekki gluggar á verslunum, heldur voru hurðirnar opnar þegar verið var versla. Á þessari verslun voru þrjár hurðir og það merkilega er enn í dag þykir það nauðsynlegt hurðir verslum standi opnar á meðan verslunin er opin til afgreiðslu þó séu komnir stórir gluggar á slíkt húsnæði. Svona geta venjur orðið sterkar og fólk áttar sig oft ekki á hvernig þær eru tilkomnar.
Það er dótturdóttir kaupmannsins sem byggði þetta hús sem er eigandi því og er búin gera það upp og er komin með litla verslun og bar í húsi afa síns og ömmu.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halló Palli, þessi mynd kemur vel út og þegar maður smellir á hana stækkar hún talsvert, sem er talsvert atriði,
já ég ætlaði að spyrja þig um myndina , er þetta ekki tekið áður en barinn opnaði ?