Veður: 10° / 24° léttskýjað.
Daginn í dag notuðum við til að aðstoða þau Rósu og Geira.
Byrjuðum á að koma við hjá fasteignasalanum og fá hann í lið með okkur, fyrst lá leiðin á skrifstofu sem lætur í té viðskiptanúmer. Slíkt númer verður að hafa til að geta keypt hús, eða bíl og raunar margt annað, svo sem að skrá sig fyrir síma. Þetta gekk mjög greiðlega og næst lá leiðin á skrifstofu sveitarfélagsins til að fá þau skráð þar inn, það gakk sömuleiðis vel fyrir sig.
Þá var röðin komin að því að stofna bankareikning hér í landi, en það tókst ekki að ganga alveg frá því máli, því þau þurfa að sýna fram á að þau hafi einhverjar tryggar tekjur til að lifa af. Þau eiga plagg upp á að í íbúðinni sinni, svo það samdist um að ganga frá þessu í fyrramálið.
Þá var brunað niður í Aveiro til að fá aðgang að sjónvarpi og nettengingu. Það er kapalkerfi í íbúðinni hjá þeim svo þau fá síma, tölvutengingu og sjónvarp í gegnum kapal. Fyrir þetta þurfa þau að greiða 63 € á mánuði.
Það var líka litið aðeins í búðir í þessari ferð og keypt sitt lítið af hverju, en síðan var haldið hingað heim.
Já ég gleymdi að segja frá því að við fengum okkur að borða áður en við fórum að versla þarna, það er eiginlega liður í að kinna þeim allar aðstæður hér, að kenna þeim að panta sér mat og kaffi.
Þegar við vorum búin að stoppa svolítið hér heima og fá okkur kaffibolla var haldið til Aveiro á ný og nú á tveim bílum, því það átti að kaupa borð og stóla til að hafa á stóru svölunum við íbúðina hjá Rósu og Geira. Þetta gekk greiðlega, því þau voru búin að ákveða hvað þau ætluðu að kaupa, svo það var ekki annað að gera en greiða fyrir þetta og setja inn í bílana. Stólarnir sem þau keyptu við borðið hljóta að vera notalegir, því Geiri tyllti sér í einn þeirra á meðan við vorum að bíða eftir afgreiðslu og þegar við komum með afgreiðslumanninn varð að vekja geira af værum blundi.A
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli