Veður: 20°/36° heiðskírt.
Vorum komin út í garð að vinna klukkan hálf níu í morgunn, því það leit út fyrir að verða vel heitt þegar liði á daginn, það rættist líka eins og sjá má á hitatölum dagsins.
Guðmundur og Jónína komu hér síðdegis, en þau eru hér í Portúgal í þeim erindagjörðum að kaupa sér landskika og hús. Þau eru búin að finna hús sem þau ætla að kaupa og vonast til að geta gengið frá kaupunum á næstu tveim vikum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli