26 maí 2006

Litla Gunna og litli Jón.

Veður: 19°/33° heiðskýrt.

Eins og sjá á hitatölunum hér fyrir ofan tóku þær heldur betur stökk upp á við í dag og það er búist við svipuðum hita fram yfir helgi.
Það var leikfimisdagur í dag og þar mætti ég bara í stutturum og hlýrabol, enda orðið hlýtt í veðri strax klukkan níu.
Þegar við renndum inn á bílastæðið við leikfimishúsið kom þar í sama mund annar bíll, ég er raunar ekki alveg viss um það hægt tala um alvörubíl, hann er svo lítill, aðeins fyrir tvo farþega. Hámarkshraði á þessum bílum er aðeins sextíu kílómetrar og það nægir ökupróf á skellinöðru til aka þessu apparati. Út úr þessu farartæki stigu hjón sem eru í leikfimi með okkur og þegar ég þau datt mér í hug ljóðið um litlu Gunnu og litla jón, því þau eru bæði svo lágvaxinn. Ég gæti trúað þau væru ekki nema 1,55 m á hæð. Bæði eru þau brosmild og elskuleg, en mér finnst gaman sjá hvernig hann hreyfir sig. Hann er kvikur í hreyfingum, en hreifir sig einna líkast og Chaplin gerði, eða þá eins og maður gæti ímyndað sér hreyfingar á vélmenni.

Eftir leikfimina litum við inn hjá G og R, á meðan við vorum þar var komið með réttu dýnurnar í rúmin þeirra, en þau eru búin bíða eftir þeim í nærri þrjár vikur. vona ég þau eigi góða nótt í bólinu og sofi vel framvegis.

Við heimsóttum Pétur síðdegis, en það er orðið mjög langt um liðið síðan við höfum komið til hans. Við erum búin gera nokkrar tilraunir til heimsækja hann, en það hefur ekki hentað honum tími sem við höfum verið þarna á ferðinni, en í dag gat hann tekið á móti okkur.
Eftir heimsóknina hjá Pétri fórum við niður sjó, en það var svo sterkur vindur þar við stoppuðum stutt, drifum okkur bara heim í dalinn okkar þar sem enn var hlýtt og gott.

Engin ummæli: