Veður: 22°/34° Heiðskýrt
Guðmundur og Jónína gistu hjá okkur í nótt. Þau spjalla mikið um jarðarkaupin sín hér sem von er, því þetta er langþráður draumur hjá þeim að eignast aðsetur hér og nú virðist sá draumur vera að rætast.
Á morgunn ætla þau að hitta seljandann, en hann býr í Hollandi en er kominn til Portúgal til að ganga frá sölunni. Vonandi að þetta gangi allt vel, en lendi ekki upp á einhverju pappírsskeri hér í öllu skrifræðinu.
Geiri og Rósa komu hér í morgunn og borðuðu hádegismat með okkur ásamt þeim Jónínu og Guðmundi. Það er svo lanAgt síðan við höfum haft svona marga matargesti í einu, svo þetta var virkilega ánægjulegt.
Þórunn galdraði fram ljúffengan ofnrétt.
Guðmundur og Jónína fóru til Eyjólfs síðdegis, en hann og Manúel, sem Eyjólfur leigir hjá ætla að fara með þeim á fund seljandans og vera þeim til trausts og halds. Manúel er kunnugur öllu sem lýtur að húsbyggingum og kaupum og sölu á eignum, svo þau eru mjög heppin að hann skuli aðstoða þau.
Geiri hringdi í kvöld og hafði þær fréttir að færa að þau væru búin að kaupa sér far til Gautaborgar næsta fimmtudag. Hann ætlar meðal annars að hitta systir sína sem verður stödd í Gautaborg þessa sömu daga og þau.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli