Veður: 19°/34° heiðskýrt.
Morgunverkin hjá mér voru að slá baklóðina og þá sá ég að það er alveg tímabært að klippa limgerðið við hana, svo klippingin er komin á verkefnaskrá morgundagsin
Þegar það var orðið vel hlýtt úti settist ég inn og las Moggann, meðal annars til að sjá úrslitin í sveitarstjórnarkosningunum.
Geiri og Rósa komu hér skömmu fyrir hádegi og buðu okkur að koma með niður í Aveiro.
Við byrjuðum á að fá okkur að borða, enda veitti ekki að hafa næga orku, því næsta mál á dagskrá var að fara með þeim í húsgagnaverslanir. Þau eru að svipast um eftir sófaborði og borði fyrir sjónvarpið. Við fórum í nokkrar mjög stórar verslanir, en höfðum ekki árangur sem erfiði. Þau halda leitinni áfram síðar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli