Mánudagur 8. maí, 5. dagur.
Byrjuðum daginn á að ganga heim til Lindu í góða veðrinu frá sefnstað okkar. Við vorum með lykil að íbúðinni þeirra, því þar var engin heima. Linda fór með stelpunum í skólaferðalag í tilefni fermingarinnar og Klaus var í sinni vinnu. Eftir að hafa fengið okkur morgunmat fórum við á netið, en við tókum fartölvuna með okkur. Við náðum að spjalla við vini okkar á Spáni og Geira og Rósu í gegnum tölvuna. Þórunn var líka að vinna í myndum í tölvunni. Um miðjan daginn fengum við okkur svo gönguferð niður í bæ. Þar er skemmtileg göngugata og í góða veðrinu voru fötum og ýmsum varningi stillt upp úti á götu. Þórunn togapi í tuskur svona af og til á meðan við röltum eftir götunni ekkert var samt keypt því verðlagið er svo mikið hærra hér en í portúgal. Þarna í götunni er verslun með ótrúlegt úrval af föndurvörum og þar inni eyddi þórunn góðri stund við að rannsaka hvað til væri.
Þegar Klaus kom heim gaf hann sér góðan tíma til að leiðbeina Þóruni með ljósmyndunina, en hann er góður atvinnuljósmyndari, svo hnn gat gefið mörg góð ráð. Þar næst tók hann til við að matreiða ofan í okkur og tókst vel upp við það. Linda og stelpurnar komu heim klukkan að ganga níu þreyttar en mjög ánægðar með daginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli