08 maí 2006

Danmerkur reisa 2. dagur

Föstudagur 5. maí. 06

Við vöknuðun hress í morgunn eftir góðan nætursvefn, búin sofa úr okkur ferðaþreytuna. Eftir bað og morgunverð settumst við aðeins út í litla garðinn sem fylgir íbúðinni þeirra. Íbúðin er í gamalli blokk, en er björt og í ágætis lagi, en hefði gott af því vera máluð.
Síðan var lagt upp í langa gönguferð hér um nágrennið, meðal annars stöðuvatni, þar sem stoltar gæsir voru með afkvæmi sín á vatnsbakkanum. Þegar við vorum orðin þreytt og svöng settumst við inn á pitsustað þar sem við létum þreytuna líða úr fótunum og friðuðum hungurverkina í maganum með ágætri danskri pitsu.
Síðdeginu eyddum við svo heima hjá Jóni og Elísu.
Um kvöldið eldaði svo húsmóðirinn lax handa okkur, hann bragðaðist vel ekki síður en grænlenska kjötsúpan.
Kvöldið var svo notað til spjalla saman.
Ég hef alveg gleymt segja frá einum fjölskyldumeðlimnum hjá Jóni og Elísu, en það er kanínan Bambi. Það er mikið dekrað við hann og þegar farið var í gönguferðina var verið tína handa honum fíflablöð og annað góðgæti sem hann kann vel meta. Venjulega er han hafður í sínu búri, en er aðeins hleypt út til liðka sig, en ekki nema undir ströngu eftirliti. Rétt áður en við komum í heimsókn hafði hann gert sér lítið fyrir og klippt í sundur loftnetið sjónvarpinu, svo það er eins gott hafa auga með honum, hann gerir líka tilraunir til grafa sér holur í gólfið, en verður lítið ágengt.

Engin ummæli: