Veður: 14°/24 léttskýjað.
Í morgunn var ákveðið að helga daginn í dag ljósmyndun, áhugaljósmyndarann á heimilinu vantaði myndefni. Það var ákveðið að far á næst hæsta fjall Portúgals, sem er rétt rúmlega þúsund metra hátt og athuga hvort þar væri ekki áhugavert myndefni að finna. Við buðum Geira og Rósu að slást með í ferðina, því það er gott fyrir þau að þekkja þessa leið til að geta farið með væntanlega gesti sína þarna þegar þeir fara að streyma til þeirra. Bæði er að þarna er fallegt landslag og svo eru þarna ævaforn hús hlaðin úr grjóti og sumt af þeim er enn í notkun.
Leiðin þarna uppeftir er líka víða mjög falleg, á mörgum stöðum er mjög fallegt og vítt útsýni.
Þegar við vorum komin upp á fjallið og stigum út úr bílnum fannst okkur vera dálítið kalt, því það var gola og hitinn ekki nema fjórtán gráður. Ilmurinn af gróðrinum sem var þarna í blóma var alveg frábær. Við fórum í svolítinn göngutúr þarna til að skoða hvernig jökullin frá því á ísöld hefur slípað til steininn og í sumum tilfellum gert ótrúlegar uppstillingar.
Eftir skoðunarferðina fengum við okkur að borða í bæ sem heitir Caramulo, en í þessum bæ hæst upp í fjöllum er í sama húsi listasafn með mörgum frægum málverkum og fornbílasafn. Á veitingahúsinu sem við fórum á virtust flestir gestirnir vera fastagestir.
Við vorum öll vel sátt við þann mat sem við fengum nema Geiri hann er enn ekki alveg sáttur við portúgalska matreiðslu.
Við völdum svo að fara aðra leið heim og ekki er útsýnið neitt lakara á þeirri leið en þeirri sem við völdum upp eftir.
Eyjólfur leit svo við hjá okkur síðdegis, sem var mjög ánægjulegt og um kvöldmatarleitið litu þær mæðgur inn Grasa og Johana. Það er alltaf gaman að spjalla við hana Grösu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli